Enski boltinn

Markalaust á Anfield

MYND: NORDIC PHOTOS \ GETTY
Liverpool og Stoke gerðu markalaust jafnefli á Anfield Road í Liverpool í dag. Stoke mætti til leiks til að ná í stig og með hörðum leik, mikilli baráttu og stífum varnarleik og það gekk upp.

Liverpool var mun meira með boltann og reyndi ákaft að brjóta niður þéttan varnarmúr Stoke en án árangurs. Liðið kom sér ítrekað í ákjósanlega stöðu en herslumuninn vantaði á að liðið kæmi boltanum í markið og því lauk leiknum án marka.

Vandræði Liverpool á heimavelli halda áfram því liðið hefur aðeins unnið fjóra af 20 síðustu leikjum sínum á Anield Road í deildinni.

Liverpool er því enn í neðri hluta deildarinnar. Liðið er með sex stig í 14. sæti en Stoke er í 12. sæti með átta stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×