Enski boltinn

Man. Utd sótti þrjú stig til Newcastle

Evans fagnar marki sínu í dag.
Evans fagnar marki sínu í dag.
Man. Utd skaust upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með sterkum 0-3 útisigri á Newcastle.

Varnarmenn United stálu senunni í fyrri hálfleik er varnarmennirnir Jonny Evans og Patrice Evra skölluðu inn hornspyrnur.

Tom Cleverley skoraði svo gull af marki í síðari hálfleik. Skot langt utan af kanti sem hafnaði í fjærhorninu. Stórkostlegt mark þó svo einhverjir voru á því að þetta hefði átt að vera sending.

Skiptir litlu máli. Markið var glæsilegt og innsiglaði fínan útisigur United.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×