Enski boltinn

Óánægja með hegðun Balotelli

Ítalinn Mario Balotelli hélt áfram að ögra stjóra Man. City, Roberto Mancini, í gær er hann labbaði beint til búningsklefa eftir að hafa verið skipt af velli gegn Sunderland.

Hann hefur þegar lent margoft í átökum við Mancini sem neitaði þó að æsa sig eftir leikinn.

"Mario lagði hart að sér og fékk færi. Ég er ánægður með hann og hans leik," sagði Mancini en aðstoðarstjórinn, David Platt, sá um að gagnrýna leikmanninn.

"Ég veit ekki af hverju hann rauk beint í klefa. Hann var ekki meiddur. Hefði hann átt að gera þetta? Nei."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×