Fótbolti

Brassi kominn í hollenska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Douglas.
Douglas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins í fótbolta, hefur kallað á varnarmanninn Douglas í hópinn sinn fyrir komandi leiki við Andorra og Rúmeníu í undankeppni HM.

Douglas er orðinn 24 ára gamall en hefur bara verið með hollenskt ríkisfang síðan í nóvember 2011 og mátti fyrst spila með hollenska landsliðinu í ágúst. Hann er fæddur í Brasilíu en kom fyrst til Hollands árið 2007.

Douglas fæddist í Florianópolis í Brasilíu 12. janúar 1988. Hann kom á reynslu til FC Twente árið 2007 og hefur verið þar síðan þrátt fyrir áhuga stærri félaga. Douglas sagði sem dæmi að það kæmi aldrei til greina hjá honum að spila fyrir PSV eða Ajax.

Douglas er 192 miðvörður og mjög sterkur í loftinu. Hann hefur undanfarið verið talinn vera einn besti varnarmaðurinn í hollensku deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×