Björn Orri hætti vegna meiðsla | Sagt að harka þetta af mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2012 23:15 Björn Orri, lengst til vinstri, eftir að hann samdi við Fram árið 2008. Björn Orri Hermannsson þurfti að leggja skóna á hilluna vegna ökklameiðsla aðeins 22 ára gamall. Hann fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali sem birtist í Mannlífi í síðustu viku. Björn Orri er uppalinn hjá Fylki en vakti ungur athygli atvinnumannaliða, til að mynda í Englandi og Þýskalandi. Hann samdi á endanum við Ipswich og segir þá reynslu miður skemmtilega, sem og endurkomuna í Fylki á sínum tíma. „Það var erfitt að koma tilbaka eftir að hafa verið í sviðsljósinu og leiðinlegt hvað það vann á móti mér að hafa verið gæinn sem fór út," sagði hann í viðtalinu. Björn Orri fékk fá tækifæri hjá Fylki og fór síðan í Fram, þar sem hann svo meiddist á ökkla. Hann var greindur með lítið afrifubrot í ökklanum og sagt að hvíla sig í eina viku. En verkirnir minnkuðu ekki. „Mér var hins vegar alltaf sagt að harka þetta af mér, þetta væri bara aumingjaskapur og væri aðeins vont fyrst," sagði hann. Þegar hann gat ekki meir krafðist hann þess við Gauta Laxdal, lækni, að fá að gangast undir speglunaraðgerð. „Svo vakna ég eftir speglunina í risastóru gifsi og sé að Gauti er hálfskömmustulegur," segir Björn Orri en í ljós hafði komið að brotið í ökklanum hafði tætt sin í ökklanum í sundur. „Það voru mjög blendnar tilfinningar að vakna eftir aðgerðina. Annars vegar hugsaði ég að ferillinn væri í hættu en hins vegar að ég væri þó allavega ekki mesti aumingi sem hefði stigið á knattspyrnuvöllinn. Læknirinn, þjálfarinn og sjúkraþjálfarinn voru allir búnir að segja mér í fimm mánuði að þetta væri aumingjaskapur. Auðvitað fer það inná mann," sagði hann meðal annars. Þess má geta að Björn Orri er bróðir Hjartar Hermannssonar, sautján ára leikmanns PSV í Hollandi. Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Björn Orri Hermannsson þurfti að leggja skóna á hilluna vegna ökklameiðsla aðeins 22 ára gamall. Hann fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali sem birtist í Mannlífi í síðustu viku. Björn Orri er uppalinn hjá Fylki en vakti ungur athygli atvinnumannaliða, til að mynda í Englandi og Þýskalandi. Hann samdi á endanum við Ipswich og segir þá reynslu miður skemmtilega, sem og endurkomuna í Fylki á sínum tíma. „Það var erfitt að koma tilbaka eftir að hafa verið í sviðsljósinu og leiðinlegt hvað það vann á móti mér að hafa verið gæinn sem fór út," sagði hann í viðtalinu. Björn Orri fékk fá tækifæri hjá Fylki og fór síðan í Fram, þar sem hann svo meiddist á ökkla. Hann var greindur með lítið afrifubrot í ökklanum og sagt að hvíla sig í eina viku. En verkirnir minnkuðu ekki. „Mér var hins vegar alltaf sagt að harka þetta af mér, þetta væri bara aumingjaskapur og væri aðeins vont fyrst," sagði hann. Þegar hann gat ekki meir krafðist hann þess við Gauta Laxdal, lækni, að fá að gangast undir speglunaraðgerð. „Svo vakna ég eftir speglunina í risastóru gifsi og sé að Gauti er hálfskömmustulegur," segir Björn Orri en í ljós hafði komið að brotið í ökklanum hafði tætt sin í ökklanum í sundur. „Það voru mjög blendnar tilfinningar að vakna eftir aðgerðina. Annars vegar hugsaði ég að ferillinn væri í hættu en hins vegar að ég væri þó allavega ekki mesti aumingi sem hefði stigið á knattspyrnuvöllinn. Læknirinn, þjálfarinn og sjúkraþjálfarinn voru allir búnir að segja mér í fimm mánuði að þetta væri aumingjaskapur. Auðvitað fer það inná mann," sagði hann meðal annars. Þess má geta að Björn Orri er bróðir Hjartar Hermannssonar, sautján ára leikmanns PSV í Hollandi.
Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira