Enski boltinn

Gareth Bale hefur áhuga á því að leika utan Englands í nánustu framtíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gareth Bale
Gareth Bale Mynd. / Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Tottenham Hotspurs, sagði í viðtalið við Sky Sports um helgina að hann hefði mikinn áhuga á því að spila utan Bretlandseyja í nánustu framtíð.

Þessi 23 ára Walesverji skrifaði undir nýjan fjögra ára samning við Spurs í sumar og sló þá á þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu, en leikmaðurinn getur ímyndað sér að leika annarstaðar í Evrópu síðar.

„Ég væri alls ekkert hræddur við að leika á öðrum vettvangi," sagði Bale.

„Ég vill ólmur upplifa það að spila erlendis og sérstaklega ef aðstæður breytast hjá mér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×