Enski boltinn

Ferguon: Rio ætti að leggja landsliðsskóna á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur rétt við Rio Ferdinand, leikmann liðsins, um það að leggja landsliðsskóna alfarið á hilluna.

Ferdinand hefur ekki verið valin í enska landsliðið að undanförnu og vill Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, meina að leikmaðurinn sé ekki ennþá í landsliðsklassa.

„Rio gæti reynst góður liðsstyrkur fyrir enska landsliðið, það er enginn vafi í mínum huga, en ég sé ekki tilganginn fyrir hann að snúa til baka," sagði Ferguson við enska fjölmiðla um helgina.

„Núna þarf hann að hugsa um ferilinn sinn hér hjá United. Ég hef ráðlagt honum það. Ef hann hugsar vel um sjálfan sig mun hann leika í nokkur ár í viðbót á Old Trafford."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×