Erlent

Skora á Rússa að láta Pussy Riot lausa úr haldi

Danmerkurdeild Amnesty International hefur skorað á stjórnvöld í Rússlandi að láta stúlkurnar í pönksveitinni Pussy Riot lausar úr haldi.

Í frétt í Ekstra Bladet um málið segir að yfir 12.500 Danir hafi skrifað undir áskorun þess efnis en Amnesty stóð fyrir þeim undirskriftum. Verður listinn með nöfnunum afhentur rússneska sendiherranum í Kaupmannahöfn í dag.

Trine Christiensen talsmaður Amnesty í Danmörku segir að dómurinn yfir Pussy Riot sýni að rússnesk stjórnvöld hafi þrengt mjög að tjáningar- og persónufrelsi almennings í Rússlandi og reyni að hræða fólk frá því að gagnrýna sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×