Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu.
Úkraína var í riðli með Finnlandi í undankeppninni og endaði þremur stigum á eftir finnska liðunu eftir að hafa unnið 1-0 sigur í Helsinki í lokaleik riðilsins og 5-0 útisigur á Hvíta-Rússlandi fjórum dögum fyrr.
Íslensku stelpurnar voru í efri styrkleikaflokki í drættinum ásamt Rússlandi og Spáni. Þær áttu því aðeins möguleika á því að lenda á móti Skotlandi, Úkraínu eða Austurríki.
Leikdagarnir eru 20. eða 21. október annars vegar og 24. og 25. október hins vegar og er leikið heima og heiman. Íslenska liðið á seinni leikinn á heimavelli alveg eins og þegar þær slógu út Írland fyrir fjórum árum síðan.
Umspilsleikirnir um sæti á EM 2013:
Skotland - Spánn
Úkraína - Ísland
Austurríki - Rússland
Sú þjóð sem hefur betur í þessum tveimur leikjum tryggir sér sæti á EM 2013.
Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn




Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti
