Halsey dómari stal senunni í sigri Man. Utd. á Liverpool 23. september 2012 12:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United sigraði Liverpool 2-1 á útivelli í hádegisleik enska boltans í dag. Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika einum færri í rúmar 50 mínútur en Mark Halsey dómari stal senunni með stórum dómum sem réðu úrslitum í leiknum. Halsey rak Jonjo Shelvey útaf fyrir litlar sakir þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Shelvey fór vissulega glæfralega í tæklinguna á móti Jonny Evans en það sama má segja um Evans en Shelvey fór beint í boltann og takkarnir snéru niður. Þrátt fyrir að vera einum færri komst Liverpool yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með marki Steven Gerrard. Það tók Manchester United aðeins fimm mínútur að jafna metin með mjög laglegu marki Rafael úr einni af fyrstu sóknum Man. Utd. í leiknum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum stal Halsey senunni á ný. Valencia féll í vítateig Liverpool án þess að nokkur maður kæmi við hann og Halsey benti beint á punktinn. Robin van Persie skoraði af öryggi úr spyrnunni og tryggði gestunum dýrmætan sigur. Þeirra 96 sem féllu í Hillsborough slysinu 1999 var minnst á fallegan hátt fyrir leikinn í ljósi sannleiksskýrslunnar sem kynnt var í síðustu viku. Ætla má þó að það verði ekki helsta umræðuefnið eftir leikinn heldur framganga Halsey dómara sem réð engan vegin við verkefnið og stærð leiksins. Manchester United lyfti sér í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Liverpool er í fallsæti eftir fimm leiki, án sigurs. Gang leiksins í grófum dráttum má lesa hér að neðan:97. mínúta: Mark Halsey flautar til leiksloka. 2-1 sigur Mancester United staðreynd á lánlausu liði Liverpool.83. mínúta: Kelly í fínu færi en skalli hans ekki nógu góður.81. mínúta: 1-2. Van Persie skorar, Pepe Reina fór í rétt horn en vítið of fast og of utarlega.80. mínúta: Agger er borinn af leikvelli, nú verður hægt að taka vítið.76. mínúta: Halsey dæmir víti á Liverpool, á hvað veit enginn nema hann.65. mínúta: Liverpool enn og aftur aðgangsharðir. Susso með fínt skot en Lindegaard ver enn og aftur.61. mínúta: Liverpool er enn sterkari aðilinn þrátt fyrir að leika manni færri. Suarez var ekki langt frá því að skora en Lindegaard varði mjög vel frá honum.54. mínúta: Gerrard með skot beint á Lindegaard. Opinn og skemmtilegur leikur í seinni hálfleik.51. mínúta: 1-1. Það tók Man. Utd. ekki langan tíma að jafna. Valencia með fyrirgjöf, Kagawa kassaði boltann á Rafael sem átti frábært skot í fjærhornið.46. mínúta: 1-0. Það tók Liverpool 50 sekúndur að skora í seinni hálfleik. Fyrirliðinn Steven Gerrard réttur maður í teignum. Góð sókn upp hægri kanntinn, hinn 18 ára gamli Susso með fyrirgjöf, Man. Utd. nær ekki að hreinsa almennilega. Glen Johnson kemur boltanum á Gerrard sem skoraði af stuttu færi.Hálfleikur: 0-0. Liverpool mun betri í fyrri hálfleik en rauða spjaldið gerir heimamönnum erfitt fyrir.42. mínúta: Suarez með fínt skot beint úr aukaspyrnu en Lindegaard varði vel.39. mínúta: Jonjo Shelvey rekinn útaf. Ótrúlega strangur dómur. Liverpool verið mikið betri til þessa í leiknum.27. mínúta: Það er að lifna yfir leiknum aftur. Suarez með skemmtilega tilraun, rétt yfir.26. mínúta: Nani með skot yfir, beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi.21. mínúta: Daniel Agger vill fá víti en ekkert dæmt. Líklega rétt hjá Halsey dómara.9. mínúta: Leikmenn Liverpool eru hættulegir í sínum aðgerðum. Van Persie rétt nær að stýra skoti Steven Gerrard aftur fyrir endamörk eftir hornspyrnu.7. mínúta: Giggs með fyrsta fína færið en skot hans rétt utan vítateigs sveif hárfínt framhjá markinu.Fyrir leik: You´ll Never Walk Alone var áhrifameira en nokkurn tímann fyrr. Allir sungu og heiðruðu minningu þeirra látnu sem aldrei fyrr.Fyrir leik: 96 blöðrum var sleppt upp í loft til minningar um þá sem misstu líf sitt í Hillsborough slysinu.Fyrir leik: Suarez og Evra tókust í hendur án allrar dramatíkur.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Manchester United sigraði Liverpool 2-1 á útivelli í hádegisleik enska boltans í dag. Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika einum færri í rúmar 50 mínútur en Mark Halsey dómari stal senunni með stórum dómum sem réðu úrslitum í leiknum. Halsey rak Jonjo Shelvey útaf fyrir litlar sakir þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Shelvey fór vissulega glæfralega í tæklinguna á móti Jonny Evans en það sama má segja um Evans en Shelvey fór beint í boltann og takkarnir snéru niður. Þrátt fyrir að vera einum færri komst Liverpool yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með marki Steven Gerrard. Það tók Manchester United aðeins fimm mínútur að jafna metin með mjög laglegu marki Rafael úr einni af fyrstu sóknum Man. Utd. í leiknum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum stal Halsey senunni á ný. Valencia féll í vítateig Liverpool án þess að nokkur maður kæmi við hann og Halsey benti beint á punktinn. Robin van Persie skoraði af öryggi úr spyrnunni og tryggði gestunum dýrmætan sigur. Þeirra 96 sem féllu í Hillsborough slysinu 1999 var minnst á fallegan hátt fyrir leikinn í ljósi sannleiksskýrslunnar sem kynnt var í síðustu viku. Ætla má þó að það verði ekki helsta umræðuefnið eftir leikinn heldur framganga Halsey dómara sem réð engan vegin við verkefnið og stærð leiksins. Manchester United lyfti sér í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Liverpool er í fallsæti eftir fimm leiki, án sigurs. Gang leiksins í grófum dráttum má lesa hér að neðan:97. mínúta: Mark Halsey flautar til leiksloka. 2-1 sigur Mancester United staðreynd á lánlausu liði Liverpool.83. mínúta: Kelly í fínu færi en skalli hans ekki nógu góður.81. mínúta: 1-2. Van Persie skorar, Pepe Reina fór í rétt horn en vítið of fast og of utarlega.80. mínúta: Agger er borinn af leikvelli, nú verður hægt að taka vítið.76. mínúta: Halsey dæmir víti á Liverpool, á hvað veit enginn nema hann.65. mínúta: Liverpool enn og aftur aðgangsharðir. Susso með fínt skot en Lindegaard ver enn og aftur.61. mínúta: Liverpool er enn sterkari aðilinn þrátt fyrir að leika manni færri. Suarez var ekki langt frá því að skora en Lindegaard varði mjög vel frá honum.54. mínúta: Gerrard með skot beint á Lindegaard. Opinn og skemmtilegur leikur í seinni hálfleik.51. mínúta: 1-1. Það tók Man. Utd. ekki langan tíma að jafna. Valencia með fyrirgjöf, Kagawa kassaði boltann á Rafael sem átti frábært skot í fjærhornið.46. mínúta: 1-0. Það tók Liverpool 50 sekúndur að skora í seinni hálfleik. Fyrirliðinn Steven Gerrard réttur maður í teignum. Góð sókn upp hægri kanntinn, hinn 18 ára gamli Susso með fyrirgjöf, Man. Utd. nær ekki að hreinsa almennilega. Glen Johnson kemur boltanum á Gerrard sem skoraði af stuttu færi.Hálfleikur: 0-0. Liverpool mun betri í fyrri hálfleik en rauða spjaldið gerir heimamönnum erfitt fyrir.42. mínúta: Suarez með fínt skot beint úr aukaspyrnu en Lindegaard varði vel.39. mínúta: Jonjo Shelvey rekinn útaf. Ótrúlega strangur dómur. Liverpool verið mikið betri til þessa í leiknum.27. mínúta: Það er að lifna yfir leiknum aftur. Suarez með skemmtilega tilraun, rétt yfir.26. mínúta: Nani með skot yfir, beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi.21. mínúta: Daniel Agger vill fá víti en ekkert dæmt. Líklega rétt hjá Halsey dómara.9. mínúta: Leikmenn Liverpool eru hættulegir í sínum aðgerðum. Van Persie rétt nær að stýra skoti Steven Gerrard aftur fyrir endamörk eftir hornspyrnu.7. mínúta: Giggs með fyrsta fína færið en skot hans rétt utan vítateigs sveif hárfínt framhjá markinu.Fyrir leik: You´ll Never Walk Alone var áhrifameira en nokkurn tímann fyrr. Allir sungu og heiðruðu minningu þeirra látnu sem aldrei fyrr.Fyrir leik: 96 blöðrum var sleppt upp í loft til minningar um þá sem misstu líf sitt í Hillsborough slysinu.Fyrir leik: Suarez og Evra tókust í hendur án allrar dramatíkur.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira