Halsey dómari stal senunni í sigri Man. Utd. á Liverpool 23. september 2012 12:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United sigraði Liverpool 2-1 á útivelli í hádegisleik enska boltans í dag. Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika einum færri í rúmar 50 mínútur en Mark Halsey dómari stal senunni með stórum dómum sem réðu úrslitum í leiknum. Halsey rak Jonjo Shelvey útaf fyrir litlar sakir þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Shelvey fór vissulega glæfralega í tæklinguna á móti Jonny Evans en það sama má segja um Evans en Shelvey fór beint í boltann og takkarnir snéru niður. Þrátt fyrir að vera einum færri komst Liverpool yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með marki Steven Gerrard. Það tók Manchester United aðeins fimm mínútur að jafna metin með mjög laglegu marki Rafael úr einni af fyrstu sóknum Man. Utd. í leiknum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum stal Halsey senunni á ný. Valencia féll í vítateig Liverpool án þess að nokkur maður kæmi við hann og Halsey benti beint á punktinn. Robin van Persie skoraði af öryggi úr spyrnunni og tryggði gestunum dýrmætan sigur. Þeirra 96 sem féllu í Hillsborough slysinu 1999 var minnst á fallegan hátt fyrir leikinn í ljósi sannleiksskýrslunnar sem kynnt var í síðustu viku. Ætla má þó að það verði ekki helsta umræðuefnið eftir leikinn heldur framganga Halsey dómara sem réð engan vegin við verkefnið og stærð leiksins. Manchester United lyfti sér í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Liverpool er í fallsæti eftir fimm leiki, án sigurs. Gang leiksins í grófum dráttum má lesa hér að neðan:97. mínúta: Mark Halsey flautar til leiksloka. 2-1 sigur Mancester United staðreynd á lánlausu liði Liverpool.83. mínúta: Kelly í fínu færi en skalli hans ekki nógu góður.81. mínúta: 1-2. Van Persie skorar, Pepe Reina fór í rétt horn en vítið of fast og of utarlega.80. mínúta: Agger er borinn af leikvelli, nú verður hægt að taka vítið.76. mínúta: Halsey dæmir víti á Liverpool, á hvað veit enginn nema hann.65. mínúta: Liverpool enn og aftur aðgangsharðir. Susso með fínt skot en Lindegaard ver enn og aftur.61. mínúta: Liverpool er enn sterkari aðilinn þrátt fyrir að leika manni færri. Suarez var ekki langt frá því að skora en Lindegaard varði mjög vel frá honum.54. mínúta: Gerrard með skot beint á Lindegaard. Opinn og skemmtilegur leikur í seinni hálfleik.51. mínúta: 1-1. Það tók Man. Utd. ekki langan tíma að jafna. Valencia með fyrirgjöf, Kagawa kassaði boltann á Rafael sem átti frábært skot í fjærhornið.46. mínúta: 1-0. Það tók Liverpool 50 sekúndur að skora í seinni hálfleik. Fyrirliðinn Steven Gerrard réttur maður í teignum. Góð sókn upp hægri kanntinn, hinn 18 ára gamli Susso með fyrirgjöf, Man. Utd. nær ekki að hreinsa almennilega. Glen Johnson kemur boltanum á Gerrard sem skoraði af stuttu færi.Hálfleikur: 0-0. Liverpool mun betri í fyrri hálfleik en rauða spjaldið gerir heimamönnum erfitt fyrir.42. mínúta: Suarez með fínt skot beint úr aukaspyrnu en Lindegaard varði vel.39. mínúta: Jonjo Shelvey rekinn útaf. Ótrúlega strangur dómur. Liverpool verið mikið betri til þessa í leiknum.27. mínúta: Það er að lifna yfir leiknum aftur. Suarez með skemmtilega tilraun, rétt yfir.26. mínúta: Nani með skot yfir, beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi.21. mínúta: Daniel Agger vill fá víti en ekkert dæmt. Líklega rétt hjá Halsey dómara.9. mínúta: Leikmenn Liverpool eru hættulegir í sínum aðgerðum. Van Persie rétt nær að stýra skoti Steven Gerrard aftur fyrir endamörk eftir hornspyrnu.7. mínúta: Giggs með fyrsta fína færið en skot hans rétt utan vítateigs sveif hárfínt framhjá markinu.Fyrir leik: You´ll Never Walk Alone var áhrifameira en nokkurn tímann fyrr. Allir sungu og heiðruðu minningu þeirra látnu sem aldrei fyrr.Fyrir leik: 96 blöðrum var sleppt upp í loft til minningar um þá sem misstu líf sitt í Hillsborough slysinu.Fyrir leik: Suarez og Evra tókust í hendur án allrar dramatíkur.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Manchester United sigraði Liverpool 2-1 á útivelli í hádegisleik enska boltans í dag. Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika einum færri í rúmar 50 mínútur en Mark Halsey dómari stal senunni með stórum dómum sem réðu úrslitum í leiknum. Halsey rak Jonjo Shelvey útaf fyrir litlar sakir þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Shelvey fór vissulega glæfralega í tæklinguna á móti Jonny Evans en það sama má segja um Evans en Shelvey fór beint í boltann og takkarnir snéru niður. Þrátt fyrir að vera einum færri komst Liverpool yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með marki Steven Gerrard. Það tók Manchester United aðeins fimm mínútur að jafna metin með mjög laglegu marki Rafael úr einni af fyrstu sóknum Man. Utd. í leiknum. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum stal Halsey senunni á ný. Valencia féll í vítateig Liverpool án þess að nokkur maður kæmi við hann og Halsey benti beint á punktinn. Robin van Persie skoraði af öryggi úr spyrnunni og tryggði gestunum dýrmætan sigur. Þeirra 96 sem féllu í Hillsborough slysinu 1999 var minnst á fallegan hátt fyrir leikinn í ljósi sannleiksskýrslunnar sem kynnt var í síðustu viku. Ætla má þó að það verði ekki helsta umræðuefnið eftir leikinn heldur framganga Halsey dómara sem réð engan vegin við verkefnið og stærð leiksins. Manchester United lyfti sér í annað sæti deildarinnar með sigrinum en Liverpool er í fallsæti eftir fimm leiki, án sigurs. Gang leiksins í grófum dráttum má lesa hér að neðan:97. mínúta: Mark Halsey flautar til leiksloka. 2-1 sigur Mancester United staðreynd á lánlausu liði Liverpool.83. mínúta: Kelly í fínu færi en skalli hans ekki nógu góður.81. mínúta: 1-2. Van Persie skorar, Pepe Reina fór í rétt horn en vítið of fast og of utarlega.80. mínúta: Agger er borinn af leikvelli, nú verður hægt að taka vítið.76. mínúta: Halsey dæmir víti á Liverpool, á hvað veit enginn nema hann.65. mínúta: Liverpool enn og aftur aðgangsharðir. Susso með fínt skot en Lindegaard ver enn og aftur.61. mínúta: Liverpool er enn sterkari aðilinn þrátt fyrir að leika manni færri. Suarez var ekki langt frá því að skora en Lindegaard varði mjög vel frá honum.54. mínúta: Gerrard með skot beint á Lindegaard. Opinn og skemmtilegur leikur í seinni hálfleik.51. mínúta: 1-1. Það tók Man. Utd. ekki langan tíma að jafna. Valencia með fyrirgjöf, Kagawa kassaði boltann á Rafael sem átti frábært skot í fjærhornið.46. mínúta: 1-0. Það tók Liverpool 50 sekúndur að skora í seinni hálfleik. Fyrirliðinn Steven Gerrard réttur maður í teignum. Góð sókn upp hægri kanntinn, hinn 18 ára gamli Susso með fyrirgjöf, Man. Utd. nær ekki að hreinsa almennilega. Glen Johnson kemur boltanum á Gerrard sem skoraði af stuttu færi.Hálfleikur: 0-0. Liverpool mun betri í fyrri hálfleik en rauða spjaldið gerir heimamönnum erfitt fyrir.42. mínúta: Suarez með fínt skot beint úr aukaspyrnu en Lindegaard varði vel.39. mínúta: Jonjo Shelvey rekinn útaf. Ótrúlega strangur dómur. Liverpool verið mikið betri til þessa í leiknum.27. mínúta: Það er að lifna yfir leiknum aftur. Suarez með skemmtilega tilraun, rétt yfir.26. mínúta: Nani með skot yfir, beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi.21. mínúta: Daniel Agger vill fá víti en ekkert dæmt. Líklega rétt hjá Halsey dómara.9. mínúta: Leikmenn Liverpool eru hættulegir í sínum aðgerðum. Van Persie rétt nær að stýra skoti Steven Gerrard aftur fyrir endamörk eftir hornspyrnu.7. mínúta: Giggs með fyrsta fína færið en skot hans rétt utan vítateigs sveif hárfínt framhjá markinu.Fyrir leik: You´ll Never Walk Alone var áhrifameira en nokkurn tímann fyrr. Allir sungu og heiðruðu minningu þeirra látnu sem aldrei fyrr.Fyrir leik: 96 blöðrum var sleppt upp í loft til minningar um þá sem misstu líf sitt í Hillsborough slysinu.Fyrir leik: Suarez og Evra tókust í hendur án allrar dramatíkur.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira