Enski boltinn

Rooney verður ekki með gegn Liverpool

Þessi skurður heldur Rooney utan vallar.
Þessi skurður heldur Rooney utan vallar.
Wayne Rooney verður ekki í leikmannahópi Man. Utd á sunnudaginn er liðið sækir Liverpool heim í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Orðrómur var um að Rooney yrði klár í slaginn en Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir það ekki vera rétt.

"Ég hef heyrt og lesið þessar fréttir um Rooney en þær eru ekki réttar. Það er ekki langt í hann og kannski verður hann klár eftir helgina," sagði Ferguson.

"Honum hefur gengið vel að æfa og leggur hart að sér. Það vantar að koma honum í fótbolta."

Ferguson greindi einnig frá að Ashley Young yrði ekki klár í bátana fyrr en eftir um þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×