Fótbolti

Alfreð og Jóhann Berg í tapliðum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alfreð í leik með Heerenveen
Alfreð í leik með Heerenveen NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES
Íslendingaliðin í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta áttu ekki góðu gengi að fagna í dag. Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Heerenveen sem tapaði 1-0 fyrir Twente. Jóhann Berg kom inná sem varamaður í 2-1 tapi gegn NAC Breda og Ajax náði aðeins í stig gegn ADO Den Haag.

Twente hefur byrjað deildina frábærlega og hefur unnið alla sex leiki sína á tímabilinu. Gengi Heerenveen hefur ekki verið eins og best verður á kosið. Liðið er án sigurs og gert þrjú jafntefli. Alfreð lék allan leikinn fyrir Heerenveen en náði ekki að skorfa frekar en félagar hans og sigurganga Twente heldur því áfram. Dusan Tadic skoraði eina mark leikins úr vítaspyrnu á 59. mínútu.

Adam Maher kom AZ Alkmaar yfir gegn NAC Breda á 34. mínútu á útivelli í dag. Góðar sex mínútur tryggðu NAC Breda sigurinn. Kees Luijckx skoraði á 67. mínútu og Sepp De Roover bætti við marki á 73. mínútu. Strax í kjölfarið kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á en AZ náði ekki að jafna metin.

AZ er í níunda sæti með átta stig og NAC Breda er með 13. sæti með fimm stig.

Ajax lék sem fyrr án Kolbeins Sigþórssonar vegna meiðsla og náði aðeins stigi á útivellgi gegn ADO Den Haag. Tom Beugelsdijk kom Haag yfir á 14. mínútu en Ryan Babel jafnaði metin eftir 17 mínútur í seinni hálfleik.

Ajax er sex stigum frá toppsætinu, með 12 stig líkt og PSV Eindhoven sem sigraði Feyenoord 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×