Enski boltinn

Agger meiddur á hné | Óvíst um framhaldið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Svo gæti farið að Daniel Agger spili ekki meira með Liverpool á tímabilinu en hann fór meiddur af velli í tapinu gegn Manchester United í gær.

Agger lenti í samstuði við Glen Johnson, samherja sinn hjá Liverpool, og var borinn af velli. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, óttast að hann hafi skaddað liðbönd í hné.

„Við þurfum að bíða og sjá til. Útlitið er ekki gott en við þurfum að skoða hnéð aftur á morgun," sagði Rodgers við fjölmiðlamenn eftir leikinn í gær.

Fari svo að krossbandið sé slitið má gera ráð fyrir því að Daninn sterki spili ekki meira á tímabilinu. Þó gæti farið svo að meiðslin séu ekki svo slæm og að hann verði frá í „aðeins" þrjá mánuði.

Fabio Borini, sóknarmaður, meiddist einnig í leiknum í gær en samkvæmt fyrstu fregnum eru meiðslin hans ekki talin alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×