Enski boltinn

Ranger handtekinn um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nile Ranger, leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var um helgina handtekinn fyrir skemmdarverk.

Lögreglan var kölluð út vegna óláta í húsi í norðurhluta Lundúna snemma á sunnudagsmorgun.

Þegar á vettvang var komið reyndist útidyrahurðin á húsnæðinu mjög skemmd. Ranger var handtekinn á staðnum og færður í varðhald.

Ranger, sem er 21 árs gamall, kemur fyrir rétt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×