Enski boltinn

Terry lofaði í maí að snúa aldrei baki við landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry tilkynnti í gær að hann væri hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið. Aðeins fimm mánuðir eru síðan hann lofaði því opinberlega að gefast aldrei upp á landsliðinu.

Terry hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en fyrirliðabandið var til að mynda tekið tvívegis af honum vegna deilu hans við Anton Ferdinand, leikmann QPR.

Ferdinand sakaði Terry um kynþáttaníð í sinn garð og fór málið fyrir almenna dómstóla í sumar. Terry var ekki sakfelldur en málið var engu að síður tekið upp hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Terry ákvað af þeim sökum að binda enda á landsliðsferil sinn.

„Ég ætla ekki að kasta landsliðsferlinum mínum fyrir róða. Ég er stoltur af því að spila fyrir hönd minnar þjóðar og mun aldrei snúa bakinu við enska landsliðinu," sagði Terry í löngu viðtali sem birtist í The Sun í maí síðastliðnum.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×