Enski boltinn

Milner í rannsóknir vegna támeiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
James Milner, leikmaður Manchester City, mun í dag fara í nánari læknisskoðanir vegna támeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í síðustu viku.

Ef í ljós kemur að Milner sé tábrotinn eða jafnvel með brotið bein í rist yrði hann líklega frá í um tvo mánuði.

Milner hefur ekki enn náð að spila heilan leik með City á tímabilinu og aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Hann var í byrjunarliði City í sautján deildarleikjum á síðasta tímabili.

City gæti þó lent í vandræðum vinstra megin á miðjunni þar sem að Samir Nasri er frá vegna tognunar í vöðva aftan í læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×