Enski boltinn

Hodgson: Vonbrigði að missa Terry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að það hafi verið sér mikil vonbrigði að John Terry hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í liðið.

Terry ákvað að hætta eftir að enska knattspyrnusambandið tók fyrir ásakanir Anton Ferdinand um að Terry hafi beitt sig kynþáttaníði, eftir að hann var sýknaður af breskum dómstólum í sumar.

„Ég vil þakka John Terry fyrir það sem hann hefur gert fyrir landsliðið síðan ég tók við því. Það eru mér auðvitað vonbrigði að missa leikmann sem hefur jafn mikla reynslu og hæfileika og John," sagði Hodgson.

„Ég átti gott samband við John og mun virða ákvörðun hans, þó það sé erfitt. Ég get líka staðfest að hann sýndi mér þá kurteisi að hringja í mig og láta mig vita áður en tilkynningin var birt. Ég vil óska honum alls hins besta með Chelsea í framtíðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×