Enski boltinn

Guidetti fær nýjan langtímasamning hjá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Guidetti, sænskur sóknarmaður hjá Manchester City, fær samkvæmt enskum fjölmiðlum nýjan langtímasamning við félagið þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af núverandi samningi.

Guidetti er greinilega í miklum metum hjá forráðamönnum City en hann lék sem lánsmaður með Feyenoord í Hollandi í fyrra. Þar skoraði hann 20 mörk í 23 leikjum áður en hann veiktist illa í apríl.

Vegna veikindanna missti hann af undirbúningstímabilinu í sumar og var því ekki lánaður til annars félags í haust. Það er ekki útilokað að hann verði lánaður annað þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Forráðamenn Feyenoord eru sagðir afar áhugasamir um að fá hann til baka og þá eru lið á Ítalíu, Spáni og Þýskalandi sögð hafa augastað á kappanum.


Tengdar fréttir

Guidetti eftirsóttur þrátt fyrir veikindi

John Guidetti er eftirsóttur víða um Evrópu þrátt fyrir slæm veikindi sem bundu næstum enda á knattspyrnuferil hans fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×