Enski boltinn

Krul og Simpson á batavegi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Newcastle-mennirnir Tim Krul og Danny Simpson eru báðir á batavegi eftir að hafa meiðst í upphafi mánaðrins. Sá síðarnefndi gæti spilað með liðinu gegn Reading um helgina.

Simpson haltraði af velli í leik gegn Aston Villa í upphafi mánaðarins og Krul meiddist svo í leik með hollenska landsliðinu stuttu síðar. Steve Harper hefur þó staðið sig vel í marki Newcastle í fjarveru Krul.

„Danny mun æfa á fimmtudag eða föstudag ef allt gengur vel," sagði Alan Pardew, stjóri Newcastle, við enska fjölmiðla. „Það er líka stutt í að Tim geti byrjað að æfa," sagði Pardew en þó er líklegt að Krul muni ekki spila á ný fyrr en eftir 1-2 vikur.

Newcastle mætir Manchester United í enska deildabikarnum annað kvöld og er búist við því að þeir Cheick Tiote og Fabricio Coloccini verði í byrjunarliði Newcastle en báðir hafa átt við meiðsli að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×