Enski boltinn

Nemanja Vidic meiddur | Frá í átta vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manchester United hefur tilkynnt að Nemanja Vidic verði frá keppni næstu átta vikurnar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Vidic missti af nánast öllu síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossbönd á hné. Hann byrjaði að spila aftur í upphafi nýs tímabils en kenndi sér meins í hnénu og var af þeim sökum hvíldur í leik United gegn Liverpool um helgina.

Við nánari rannsóknir komu brjóskskemmdir í ljós sem þurfti að laga með aðgerð. Vidic sleit krossband í hné í desember síðastliðnum en sneri til baka þann 20. ágúst síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×