Enski boltinn

Frimpong varð bensínlaus upp í sveit

Emmanuel Frimpong virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en þessi Arsenal-maður sannaði það rækilega á dögunum.

Þá varð kappinn bensínlaus út í miðri sveit og skammaðist sín afar mikið fyrir klaufaskapinn.

Hann fór að sjálfsögðu með málið á Twitter, eins og allt annað í hans, lífi þar sem hann sagðist sjaldan hafa skammast sín eins mikið.

Leikmaðurinn hefur verið mikið meiddur og er ekki að fara að spila neitt á næstunni. Hann gat því gengið í rólegheitum út á næstu bensínstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×