Enski boltinn

Terry spilar líklega um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eddie Newton, aðstoðarstjóri Chelsea, segist þess fullviss um að John Terry muni spila með liðinu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina þrátt fyrir að hann hafi lítið getað æft.

Terry hefur verið í yfirheyrslum hjá enska knattspyrnusambandinu alla vikuna vegna ásakana Anton Ferdinand, leikmanns QPR, um kynþáttaníð. Það er óháð nefnd sem fer með málið og er búist við niðurstöðu í lok vikunnar.

Verði Terry fundinn sekur má búast við því að hann fái fjögurra leikja bann. En það er einnig talið líklegt að Terry muni áfrýja í slíkum aðstæðum og fengi hann því að spila um helgina.

„Við höfum verið í góðu sambandi við hann svo hann verði eins vel undirbúinn og hægt er," sagði Newton. „John er jákvæð manneskja sem elskar þetta félag. Og hann vill spila, enda þaulreyndur leikmaður sem veit hvernig hann á að hugsa um sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×