Enski boltinn

Suarez með þrennu í stórsigri Liverpool | Öll úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool vann loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni er liðið fór illa með Norwich á útivelli, 5-2. Luis Suarez skoraði þrennu í leiknum.

Suarez lagði þar að auki upp mark fyrir Nuri Sahin, lánsmann frá Real Madrid, áður en Steven Gerrard innsiglaði sigur sinna manna með fimmta marki Liverpool. Steve Morison og Grant Holt skoruðu mörk Norwich.

Manchester City vann 2-1 sigur á Fulham eftri að hafa lent marki undir. Mladen Petric kom Fulham snemma yfir með marki úr víti en Sergio Agüero jafnaði svo metin. Edin Dzeko reyndist svo hetja Englandsmeistaranna en hann skoraði sigurmarkið aðeins mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Everton, Stoke og Sunderland unnu svo góða sigra en Reading og Newcastle skildu jöfn, 2-2. Everton komst upp í annað sæti deildarinnar, í stundarsakir að minnsta kosti.

Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan en markaskorara má sjá með því að smella á hvern leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×