Enski boltinn

Aston Villa og West Brom skildu jöfn á Villa-Park

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aston Villa og West Bromwich Albion gerði 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn og var leikurinn nokkuð rólegur. Það var allt annað upp á teninginum í þeim síðari og voru liðið mun ákafari.

Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði Shane Long fínt mark eftir góða sendingu frá Ukjent Ukjent. Tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Darren Bent metin fyrir Aston Villa en hann stýrði boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Barry Bannan.

Leiknum lauk því með jafntefli á Villa Park. West Bromwich Albion er í 6. sæti deildarinnar með 11 stig en Aston Villa er í 15. sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×