Enski boltinn

Sahin afgreiddi WBA

Sahin er hér í baráttu við Lukaku í kvöld.
Sahin er hér í baráttu við Lukaku í kvöld.
Tyrkinn Nuri Sahin kom Liverpool áfram í deildarbikarnum í kvöld. Hann skoraði þá bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri á WBA.

Gabriel Tamas kom WBA yfir á 2. mínútu eftir skelfileg mistök Brad Jones, markvarðar Liverpool. Hann fór í úthlaup en missti boltann klaufalega frá sér og eftirleikurinn auðveldur fyrir Tamas.

Tyrkinn Nuri Sahin jafnaði aftur á móti eftir 16 mínútur. Þokkalegt skot hans utan teigs fór í nærhornið. Það skot hefði markvörður WBA átt að verja.

Það benti margt til þess að leikurinn færi í framlengingu þegar Sahin skoraði öðru sinni. Setti boltann auðveldlega yfir línuna eftir gott spil.

Jerome Sinclair kom svo inn á hjá Liverpool og varð um leið yngsti leikmaður í sögu félagsins til þess að spila fyrir aðalliðið. Hann er 16 ára og 6 daga gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×