Enski boltinn

Fjárfestingafélag frá Barein að kaupa Leeds

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ken Bates.
Ken Bates. Nordic Photos / Getty Images
Allt útlit er fyrir að fjárfestingafélag frá Barein, Gulf Finance House, muni festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Leeds á næstunni. GFH hefur staðfest að samkomulag sé í höfn á milli aðila um yfirtökurétt á félaginu.

Fulltrúar GFH voru gestir núverandi eiganda, Ken Bates, á leik Leeds og Nottingham Forest um helgina. Bates hefur verið eigandi Leeds í sjö ár en hann hefur verið afar óvinsæll meðal stuðninsgmanna liðsins og þeir margsinnis mótmælt stjórnarháttum hans.

Samkvæmt fréttaflutningi í Barein munu nýju fjárfestarnir vera spenntir fyrir Leeds þar sem félagið er skuldlaust og eigi stóran og góðan hóp stuðningsmanna.

Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni vorið 2004 og var um tíma í ensku C-deildinni. Liðið er nú í tólfta sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig eftitr sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×