Enski boltinn

Cleverley fékk skammir frá Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cleverley fagnar sínu fyrsta marki í mótsleik með Manchester United.
Cleverley fagnar sínu fyrsta marki í mótsleik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var óánægður með að Tom Cleverley hafi farið illa með gott færi í leiknum gegn Newcastle í gær.

United vann leikinn, 2-1, en skömmu áður en Anderson skoraði fyrsta mark leiksins fékk Cleverley gott færi til að skora sem hann klúðraði.

„Stjórinn var ekki ánægður í hálfleik vegna þess að hann skoraði ekki úr þessu færi," sagði Wayne Rooney eftir leikinn í gær. „En svo skoraði hann fallegt mark og Anderson gerði það líka. Ég er ánægður fyrir hönd þeirra, sérstaklega Tom þar sem þetta var hans fyrsta mark."

Rooney spilaði sjálfur í fyrsta sinn í nokkrar vikur eftir að hann fékk slæman skurð í lærið í upphafi leiktíðar. „Það er gott að vera kominn til baka og mér líður vel," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×