Enski boltinn

Fletcher: Draumur að fá að vera fyrirliði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Darren Fletcher segir að það hafi verið draumi líkast að fá að vera fyrirliði Manchester United en það gerði hann í fyrsta sinn í gær þegar United vann 2-1 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Fletcher lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í tíu mánuði en þá þurfti hann að taka sér langt frí frá boltanum vegna sáraristilbólgu. Um tíma var óttast um að knattspyrnuferli hans væri lokið en Fletcher er 28 ára gamall.

„Þetta var frábær stund og eitthvað sem maður dreymir um," sagði Fletcher sem hefur einnig verið fyrirliði skoska landsliðsins. „Það er mér vitaskuld einnig dýrmætt en það var frábært að fá fyrirliðabandið hjá United."

„Mestu skipti þó að vinna leikinn, ekki að ég var fyrirliði eða kominn aftur í byrjunarliðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×