Enski boltinn

Pulis vill harðar refsingar við leikaraskap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Pulis, stjóri Stoke.
Tony Pulis, stjóri Stoke. Nordic Photos / Getty Images
Tony Pulis, stjóri Stoke, segir að það sé tímabært fyrir enska knattspyrnusambandið að dæma leikmenn í leikbönn fyrir leikaraskap.

Stoke tapaði fyrir Chelsea, 1-0, um helgina og var Pulis óánægður með tilraunir Branislav Ivanovic til að fiska vítaspyrnu í leiknum. Oscar, annar leikmaður Chelsea, fékk að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap í svipuðu atviki.

Pulis telur að þeim báðum eigi að vera refsað fyrir tilburði sína. „Þeim finnst ekkert mál að skoða atvik sem þeir telja verðskulda áminningar eða brottvísanir. Ég held að þeir ættu að taka upp svipuð vinnubrögð gagnvart leikaraskap og dæma þá sem gerast sekir um slíkt í þriggja leikja bann."

„Ivanovic fengi slíka refsingu og myndi sjálfsagt láta af þessari iðju í framtíðinni. Við hvetjum okkar leikmenn til að vera eins heiðarlegir og þeira geta. Okkur finnst það rétt skilaboð til okkar leikmanna en ég veit ekki hvað önnur félög gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×