Enski boltinn

Walcott saknar Van Persie

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Theo Walcott, leikmaður Arsenal, viðurkennir að hann sakni þess að spila við hlið Hollendingsins Robin van Persie sem í sumar var seldur til Manchester United.

Arsenal hefur þó gengið vel í síðustu leikjum en Arsenal hefur skorað sex mörk í síðustu tveimur heimaleikjum sínum. Arsenal er enn taplaust eftir fyrstu fimm umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

„Vissulega sakna ég hans en maður verður bara að halda áfram. Ég óska honum alls hins besta," sagði Walcott. „Maður saknar alltaf bestu leikmannanna og hann er frábær maður og góður knattspyrnumaður."

„Ég óska honum alls hins besta hjá Manchester United. Hann hugsaði alltaf vel um mig og studdi mig."

Walcott sjálfur á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hafa viðræður um nýjan samning gengið hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×