Enski boltinn

Vorm gerði nýjan samning við Swansea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Michel Vorm hefur skrifað undir nýjan samning við Swansea sem bindur hann við félagið til loka tímabilsins 2016.

Vorm kom til Swansea frá Utrecht fyrir rúmu ári síðan og átti frábært tímabil með liðinu í fyrra. Hann er 28 ára Hollendingur sem á að baki níu leiki með landsliði sínu.

„Ég er mjög ánægður. Mér líður vel hér og það er ein ástæða þess að ég skrifaði undir framlengingu á mínum samningi," sagði hann við heimasíðu Swansea.

„Ég sé líka að Swansea er sífellt að styrkjast og að bæta sig. Það er margt jákvætt í gangi hér og ég hef trú á því að félagið eigi bjarta framtíð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×