Enski boltinn

Santos missir ökuréttindi í eitt ár | Var of seinn á æfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Santos, leikmaður Arsenal, þarf að betla far á æfingar næsta árið þar sem ökuskírteinið hefur nú verið tekið af honum.

Santos kom sér í klandur þegar hann ók Maserati-bifreið sinni á ógnarhraða þann 17. ágúst síðastliðinn. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu sem handtók hann svo í grennd við æfingasvæði Arsenal.

Santos játaði sekt sína fyrir dómi og var einnig gert að greiða 730 þúsund krónur í sekt og málskostnað. Santos mun hafa ekið á allt að 230 km/klst þar sem hámarkshraði var 112 km/klst.

Hann viðurkenndi að hafa ekið á hratt þar sem hann hafi verið seinn á æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×