Enski boltinn

Pardew gerði átta ára samning við Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nú síðdegis var greint frá því að Alan Pardew og þjálfaralið hans hefði gert átta ára samning við Newcastle. Fáheyrt er að svo langir samningar séu gerðir við þjálfara knattspyrnuliða.

Segir í frétt á heimasíðu Newcastle að þetta sé gert til að tryggja stöðugleika hjá félaginu en óhætt er að segja að Mike Ashley, eigandi Newcastle, hafi tröllatrú á sínum þjálfurum.

„Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og Aresene Wenger hjá Arsenal hafa sýnt að stöðugleiki sé besta leiðin til að ná árangri. Við viljum fara eftir þessari uppskrift," sagði Derek Llambias, framkvæmdarstjóri Newcastle, í yfirlýsingu félagsins.

„Alan hefur unnið frábært starf síðustu ár og sannað að hann er frábært knattspyrnustjóri. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hef átt frábært samstarf við hann. Þjálfaralið hans er svo eitt það besta í bransanum."

Fyrr í sumar gerði aðalnjósnari Newcastle, Graham Carr, átta ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×