Enski boltinn

Suarez: Dómarar eru mennskir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez, leikmaður Liverpool, segir að það þýði ekki alltaf að sakast við dómarana ef þeir taka rangar ákvarðanir á vellinum. Þeir séu mennskir eins og allir aðrir.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, greindi frá því í gær að hann hefði kvartað undan dómgæslunni í leikjum liðsins í haust við Mike Riley, yfirmann dómaramála í deildinni.

Nefndi hann sérstaklega að Luis Suarez hefði nokkrum sinnum átt að fá vítaspyrnur en ekki fengið. Í eitt skiptið hafi hann verið áminntur fyrir leikaraskap.

„Stundum taka dómarar réttar ákvarðanir og stundum taka þeir réttar ákvarðanir," sagði Suarez við enska fjölmiðla. „Þetta er allt hluti af leiknum."

„Eins og í síðasta leik þegar Antonio Valencia fékk vítaspyrnu en ekki ég," bætti hann við og átti þar við leik Liverpool gegn Manchester United um síðustu helgi.

„En það leysir engin vandamál að tala um þetta. Dómarinn hefur bara örfá sekúndubrot til að sjá atvik sem þessi. Við skulum bara vona að svona lagað endurtaki sig ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×