Enski boltinn

Væri erfitt að velja Rio aftur nú

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rio Ferdinand hefur væntanlega leikið sinn síðasta landsleik, samkvæmt því sem Sir Alex Ferguson, stjóri hans hjá Manchester United, segir.

Ferdinand var ekki valinn í EM-hóp Englands í sumar en Roy Hodgson, landsliðsþjálfari, gæti neyðst til að endurskoða ákvörðun sína þar sem John Terry er hættur að gefa kost á sér í liðið.

„Ég tel ekki líklegt að hann verði valinn aftur," sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Roy Hodgson ákvað sig fyrir EM og ég efast um að hann sé búinn að skipta um skoðun. Það væri í það minnsta erfitt fyrir hann að venda sér að Rio nú og bjóða hann velkominn til baka."

Ferdinand er 33 ára gamall og lék alls 81 leik með enska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×