Enski boltinn

Wenger hefur trú á Jenkinson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að enska landsliðið muni berjast fyrir því að Carl Jenkinson gefi kost á sér í enska landsliðið fremur en það finnska.

Jenkinson á finnska móður og hefur spila með yngri landsliðum Finnlands, sem og U-17 liði Englands. Hann á þó enn eftir að spila A-landsleik og þar til að hann gerir það verður hann gjaldgengur í bæði lið.

Jenkinson hefur spilað alla leiki Arsenal á tímabilinu til þessa vegna meiðsla Bacary Sagna og staðið sig vel.

„Ég hef trú á því að Englendingar muni berjast fyrir því að halda Jenkinson enskum," sagði Wenger við fjölmiðla ytra í dag.

Það er góður möguleiki á því að Roy Hodgson, stjóri Englands, muni leita til Jenkinson þegar hann velur næsta landsliðshóp. Glen Johnson verður í leikbanni og Martin Kelly sleit nýverið krossband í hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×