Enski boltinn

Wenger: Höfum ekki efni á að gefa tvö mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi verið sér mikil vonbrigði að tapa fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Chelsea vann leikinn, 2-1, með tveimur mörkum eftir aukaspyrnur Juan Mata. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við gáfum þeim tvö ódýr mörk. Þeir áttu þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk. Það er óásættanlegt að gefa svona mörk í stóru leikjunum."

„Við vorum hikandi í varnarlínunni og getum aðeins sjálfum okkur um kennt. En við erum með gott lið og getum tekið það með okkur´i næsta leik."

„Við vorum nokkuð taugaóstyrkir í upphafi leiksins. Við misstum Abou Diaby snemma og það kom okkur úr jafnvægi. Við áttum svo seinni hálfleikinn áður en þeir skoruðu með fyrstu sókn sinni."

„Petr Cech hélt þeim í leiknum og hefðum við náð að skora annað mark hefði það þriðja mögulega komið líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×