Fótbolti

Reynt að múta markverði Ghana á HM 2006

Richard Kingson, fyrrum landsliðsmarkvörður Ghana, hefur greint frá því að sér hafi verið boðið 37 milljónir króna fyrir að tapa viljandi 2-0 fyrir Tékkum á HM árið 2006.

Hann viðurkenndi að hafa íhugað tilboðið alvarlega en hefði ákveðið að hafna því eftir spjall við eiginkonu sína sem sagði honum frekar að halda virðingu sinni.

Kingson hefði aðeins fengið 370 þúsund krónur í bónus fyrir sigur í leiknum og því voru milljónirnar 37 afar freistandi.

Ghana vann leikinn síðan, 2-0.

Kingson hefur einnig verið í fréttunum upp á síðkastið eftir að hann neyddist til þess að greina frá því á Facebook-síðu sinni að konan hans væri ekki norn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×