Fótbolti

Eiginkona Kingson sagðist vera norn í sjónvarpsþætti

Það gengur mikið á hjá Kingson þessa dagana.
Það gengur mikið á hjá Kingson þessa dagana.
Þó svo Richard Kingson, fyrrum markvörður Blackpool og landsliðs Ghana, segi að konan sín sé engin norn heldur hún því sjálf fram. Kingson sjálfur fór á Facebook til þess að taka það skýrt fram að hún væri engin norn.

Eiginkonan, Adelaide Tawiah, heldur því meira að segja fram að hún hafi eyðilagt feril eiginmannsins eftir að hafa framkallað seið og sett hann í álögur.

Hinn 34 ára gamli Kingson hefur spilað með Birmingham, Wigan og Blackpool og var lengi í landsliði Ghana. Nú er hann án félags.

"Ég hef eyðilagt líf Richard síðan við giftumst. Ég hef notað mína illu krafta til þess að skemma ferilinn hans. Ég hef verið að vinna andlega í honum. Svo mikið að hann stendur sig ekki lengur í rúminu," sagði Tawiah í sjónvarpsþætti í Nígeríu.

Hún neitar því nú að vera norn og segir að andi hafi talað í gegnum sig í sjónvarpsþættinum.

Allt mjög eðlilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×