Fótbolti

Riise tryggði Norðmönnum sigur úr vítaspyrnu í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Arne Riise var hetja Norðmanna í kvöld.
John Arne Riise var hetja Norðmanna í kvöld. Mynd/AFP
Norðmenn komu til baka eftir tapið á móti Íslandi með því að vinna Slóvena 2-1 á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld. John Arne Riise skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Íslandsvinurinn Alexander Söderlund kom inn á sem varamaður á 89. mínútu og fiskaði vítið á 93. mínútu. John Arne Riise steig fram, afgreiddi vítið af öryggi og tryggði Norðmönnum þrjú stig og sinn fyrsta sigur í undankeppninni.

Slóvenar byrjuðu vel í leiknum og Marko Suler kom þeim í 1-0 á 16. mínútu eftir markmannsmistök Rune Almenning Jarstein. Markus Henriksen jafnaði fyrir Noreg á 26. mínútu og þannig var staðan þar til í lok leiksins.

Slóvenía er því eina liðið í riðlinum sem hefur ekki unnið leik en Slóvenar töpuðu 0-2 fyrir Svisslendingum í fyrsta leiknum sínum. Norðmenn eru áfram í næstneðsta sæti á markatölu en Ísland, Albanía og Kýpur eru einnig með þrjú stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×