Fótbolti

Kolbeinn á leið í aðgerð | Frá í fjóra mánuði

Hollenska félagið Ajax og íslenska landsliðið varð fyrir miklu áfalli í dag þegar staðfest var að Kolbeinn verður frá keppni næstu fjóra mánuðina. Þetta er enn eitt höggið sem hinn óheppni Kolbeinn fær.

Ajax staðfestir á heimasíðu sinni í dag að Kolbeinn sé á leið í aðgerð á öxl á morgun. Það mun taka Kolbein að minnsta kosti fjóra mánuði að jafna sig eftir aðgerðina.

Kolbeinn hefur reglulega farið úr axlarlið og hefur verið frá vegna þessa. Endurhæfing hefur ekki gengið sem skildi þannig að Kolbeinn neyðist til þess að fara í aðgerð.

Óheppnin hefur elt Kolbein á röndum en hann missti af stærstum hluta síðasta tímabils eftir að hafa fótbrotnað.

Það er því ljóst að íslenska landsliðið verður einnig án hans í næstu leikjum en Ísland mætir Albaníu og Sviss snemma í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×