Enski boltinn

Wenger gerir ekki ráð fyrir Drogba

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir lítið hæft í þeim fréttum að hann ætli sér að lokka Didier Drogba til félagsins frá Kína.

Enskir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum um það í gær að Arsenal væri að reyna að ná í Drogba sem gekk í raðir kínverska félagsins Shanghai Shenhua í sumar.

"Að mínu mati stendur Drogba okkur ekki til boða. Hann er nýfarinn frá Englandi og svo segist hann sjálfur ætla að vera áfram í Kína," sagði Wenger en Drogba gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann kvaddi niður sögusagnirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×