Enski boltinn

Wolves bar sigur úr býtum gegn Leicester | Björn Bergmann lék í korter

Nordicphotos/Getty
Wolves vann sterkan sigur, 2-1,  á Leicester á Molineux-vellinum, heimavelli Wolves.

Sylvan Ebanks-Blake kom heimamönnum yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik með virkilega laglegu marki.

Richard Stearman kom Wolves í 2-0 nokkrum mínútum síðar og heimamenn fóru með ákjósanlega stöðu inn í hálfleikinn.

Það stefndi allt í þægilegan sigur Wolves en um tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði Paul Konchesky  stórkostlegt mark fyrir Leicester lengst utan af velli upp í vinkilinn og mikil spenna komin í leikinn.

Heimamenn héldu aftur á móti út og unnu að lokum góðan 2-1 sigur en Leicester voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Wolves voru heppnir að fara með sigur af hólmi.

Björn Bergmann Sigurðarson kom inná korteri fyrir leikslok og stóð sig nokkuð vel á þeim tíma. Wolves náði því í sinn annan sigur í deildinni í vetur og hafa sjö stig í tíunda sæti, Leicester hefur stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×