Enski boltinn

Balotelli þarf að fara í augnaðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mario Balotelli, framherji Manchester City og ítalska landsliðsins, er á leiðinni í augnaðgerð en þetta staðfesti David Platt, aðstoðarmaður Roberto Mancini, eftir 3-1 sigur City á QPR í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Mario fer í aðgerðina eftir nokkra daga. Þetta er ekki stór aðgerð og hann ætti að koma fljótt til baka inn í liðið. Það hafa einhverjir verið að tala um að hann verði í mánuð frá en það er ekki rétt," sagði David Platt.

„Vonandi tekst læknunum að laga vandamálið sem hefur verið að há honum að undanförnu," sagði Platt.

Balotelli sat á bekknum allan leikinn í kvöld en mörk City-liðsins skoruðu þeir Yaya Toure, Edin Dzeko og Carlos Tevez. Manchester er í 2. til 4. sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum.

Mario Balotelli hefur aðeins spilað 80 mínútur í fyrstu þremur umferðum tímabilsins en honum var skipt inn á í sigrinum á móti Southampton og síðan skipt útaf í jafnteflinu á móti Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×