Enski boltinn

Villas-Boas segir Friedel fyrsta kost en ekki Lloris

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brad Friedel
Brad Friedel Nordicphotos/Getty
Brad Friedel verður áfram fyrsti kosturinn í mark Tottenham að sögn André Villas-Boas knattspyrnustjóra liðsins. Lundúnarfélagið festi á föstudaginn kaup á landsliðsmarkverði Frakka, Hugo Lloris.

Friedel átti frábæran leik í svekkjandi jafntefli Tottenham gegn Norwich í gær.

„Hann kom nokkrum sinnum í veg fyrir að við lentum 1-0 undir. Hann var stórkostlegur," sagði Villas-Boas um bandaríska markvörðinn.

„Augljóslega eykst samkeppni við hann um sæti í liðinu en byrjunarliðssætið er hans því hann er frábær markvörður sem á sætið skilið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×