Enski boltinn

Owen gæti verið á leiðinni til Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Enski knattspyrnumaðurinn Michael Owen hefur ekki enn fundið sér félag til að leika með á núverandi tímabili en nú berast þær fregnir frá England að úrvalsdeildarliðið Sunderland sé í samningaviðræðum við framherjann knáa.

Owen hefur verið á mála hjá Manchester United undanfarinn ár en yfirgaf félagið í sumar. Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Sunderland, ku hafa mikinn áhuga á því að klófesta leikmanninn og það mun koma í ljós í vikunni hvort samningar náist við félagið.

Sunderland mun líklega berjast fyrir lífi sínu í deildinni í vetur og sú reynsla sem Michael Owen gæti reynst liðinu dýrmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×