Fótbolti

Grétar Rafn flýgur beint inn í byrjunarliðið hjá Kayserispor

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grétar Rafn í leik með Bolton
Grétar Rafn í leik með Bolton Mynd. Getty Images
Íslendingurinn Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir félag sitt Kayserispor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær en leikmaðurinn gekk í raðir félagsins á dögunum.

Kayserispor gerði jafntefli, 1-1, gegn Akhisar Belediye Genclik Ve Spor og var Grétar í öftustu línu liðsins.

Grétar Rafn fór til félagsins frá enska félaginu Bolton Wanderers en þar hafði hann leikið frá árinu 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×