Enski boltinn

Neil Taylor verður ekki meira með Swansea á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Taylor liggur hér eftir atvikið.
Taylor liggur hér eftir atvikið. Mynd. / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea City hefur nú staðfest þær fregnir að Neil Taylor, leikmaður félagsins, verði ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Taylor öklabrotnaði í leik liðsins gegn Sunderland í gær en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Atvikið átti sér stað eftir um tuttugu mínútna leik og var hann umsvifalaust fluttur á spítala þar sem hann þurfti að fara í aðgerð.

Taylor sleit einnig liðbönd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

„Læknar gerðu eins vel og þeir gátu og stóðu sig gríðarlega vel," sagði yfirlæknir félagsins í yfirlýsingu á vefsíðu Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×