Fótbolti

Draumabyrjun Alfreðs með Heerenveen | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði tvívegis fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli gegn Ajax frá Amsterdam í efstu deild hollensku knattspyrnunnar í dag.

Suður-Afríkumaðurinn Thulani Serero kom Ajax yfir á 13. mínútu og heimamenn klúðruðu vítaspyrnu áður en kom að Alfreð Finnbogasyni. Hann stal boltanum af markverði Ajax eftir hálftímaleik og sendi hann í opið markið. Hans fyrsta mark fyrir félagið og vel fagnað á Abe Lenstra leikvanginum.

Allt stefndi í að staðan yrði 1-1 í hálfleik þegar Alfreð fékk sendingu inn fyrir vörn Ajax og kláraði værið af mikilli fagmennsku.

Serero jafnaði metin fyrir Ajax í upphafi síðari hálfleiks en var vikið af velli skömmu síðar. Tíu leikmönnum Ajax tókst að hanga á jafnteflinu.

Kolbeinn Sigþórsson var fjarri góðu gamni hjá Ajax en Kolbeinn glímir við meiðsli sem munu hindra þátttöku hans með íslenska landsliðinu gegn Norðmönnum á föstudaginn.

Fyrra mark Alfreðs má sjá hér en það síðara hér








Fleiri fréttir

Sjá meira


×