John Henry: Við vorum ekki að skera niður kostnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2012 09:30 John Henry ræðir við Ian Rush. Nordic Photos / Getty Images John Henry hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins nú í morgun. Liverpool er í fallsæti eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með eitt stig. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina, 2-0. Enn fremur mistókst Liverpool að kaupa leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans eins og Brendan Rodgers, stjóri liðsins, hafði stefnt að. Það var fyrst og fremst umfjöllunarefni bréfsins sem John Henry ritaði. „Það eru mér, eins og öllum öðrum sem tengjast félaginu, mikil vonbrigði að okkur hafi ekki tekist að bæta við sóknarkraft liðsins í félagaskiptaglugganum í sumar," skrifaði hann. „En það ekki vegna áhuga- eða dugleysis þeirra sem störfuðu að því. Á síðustu dögum gluggans reyndu þeir að fá nokkra framherja til liðsins og er það óheppilegt að það hafi ekki tekist." Henry segir þó að það megi ekki gleyma því að félagið hafi fengið bæði góða leikmenn, sem og unga og efnilega, til liðs við sig í sumar og að það hafi ekki misst neinn af sínum bestu leikmönnum. „Okkar stefna í leikmannamálum í sumar snerist ekki um að skera niður kostnað. Við viljum fá sem allra mest úr þeim fjármunum sem við eyðum til að auka dýpt og gæði í leikmannahópnum. Þannig verður það áfram í framtíðinni." Henry segir mikilvægt að hafa í huga að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni á næstunni innleiða reglur sem takmarka eyðslu knattspyrnufélaga við tekjur þeirra svo félög geti ekki eytt um efni fram. Henry segist mikill stuðningsmaður þess. „Sá peningur sem við öflum eftir því sem við horfum fram á veginn mun gera það að verkum að við höfum betri tök á að kaupa leikmenn í framtíðinni." „Það samræmist ekki okkar metnaði að festa okkur í sessi sem miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni með dýrum skammtímalausnum. Við munum leggja áherslu á að ala upp eigin leikmenn enda hefur mikil orka og fjárfesting farið í þá vinnu." Henry segir að núverandi eigendur séu enn að lagfæra mistök fyrri eiganda en að þeir sjálfir hafi einnig gert mistök á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þeir tóku við. „Við ætlum að vinna og við ætlum að fjárfesta með það fyrir augum að ná árangri. En við ætlum ekki að veðsetja framtíðina okkar með áhættusömum fjárfestingum." Henry leggur áherslu á að það sé ekki takmark þeirra að græða á félaginu. Og hann lýkur bréfinu á því loforði að þeir ætli sér að skila því til stuðningsmanna það sem þeir þrá allra helst.Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni. Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
John Henry hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins nú í morgun. Liverpool er í fallsæti eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með eitt stig. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina, 2-0. Enn fremur mistókst Liverpool að kaupa leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans eins og Brendan Rodgers, stjóri liðsins, hafði stefnt að. Það var fyrst og fremst umfjöllunarefni bréfsins sem John Henry ritaði. „Það eru mér, eins og öllum öðrum sem tengjast félaginu, mikil vonbrigði að okkur hafi ekki tekist að bæta við sóknarkraft liðsins í félagaskiptaglugganum í sumar," skrifaði hann. „En það ekki vegna áhuga- eða dugleysis þeirra sem störfuðu að því. Á síðustu dögum gluggans reyndu þeir að fá nokkra framherja til liðsins og er það óheppilegt að það hafi ekki tekist." Henry segir þó að það megi ekki gleyma því að félagið hafi fengið bæði góða leikmenn, sem og unga og efnilega, til liðs við sig í sumar og að það hafi ekki misst neinn af sínum bestu leikmönnum. „Okkar stefna í leikmannamálum í sumar snerist ekki um að skera niður kostnað. Við viljum fá sem allra mest úr þeim fjármunum sem við eyðum til að auka dýpt og gæði í leikmannahópnum. Þannig verður það áfram í framtíðinni." Henry segir mikilvægt að hafa í huga að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni á næstunni innleiða reglur sem takmarka eyðslu knattspyrnufélaga við tekjur þeirra svo félög geti ekki eytt um efni fram. Henry segist mikill stuðningsmaður þess. „Sá peningur sem við öflum eftir því sem við horfum fram á veginn mun gera það að verkum að við höfum betri tök á að kaupa leikmenn í framtíðinni." „Það samræmist ekki okkar metnaði að festa okkur í sessi sem miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni með dýrum skammtímalausnum. Við munum leggja áherslu á að ala upp eigin leikmenn enda hefur mikil orka og fjárfesting farið í þá vinnu." Henry segir að núverandi eigendur séu enn að lagfæra mistök fyrri eiganda en að þeir sjálfir hafi einnig gert mistök á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þeir tóku við. „Við ætlum að vinna og við ætlum að fjárfesta með það fyrir augum að ná árangri. En við ætlum ekki að veðsetja framtíðina okkar með áhættusömum fjárfestingum." Henry leggur áherslu á að það sé ekki takmark þeirra að græða á félaginu. Og hann lýkur bréfinu á því loforði að þeir ætli sér að skila því til stuðningsmanna það sem þeir þrá allra helst.Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni.
Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira