John Henry: Við vorum ekki að skera niður kostnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2012 09:30 John Henry ræðir við Ian Rush. Nordic Photos / Getty Images John Henry hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins nú í morgun. Liverpool er í fallsæti eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með eitt stig. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina, 2-0. Enn fremur mistókst Liverpool að kaupa leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans eins og Brendan Rodgers, stjóri liðsins, hafði stefnt að. Það var fyrst og fremst umfjöllunarefni bréfsins sem John Henry ritaði. „Það eru mér, eins og öllum öðrum sem tengjast félaginu, mikil vonbrigði að okkur hafi ekki tekist að bæta við sóknarkraft liðsins í félagaskiptaglugganum í sumar," skrifaði hann. „En það ekki vegna áhuga- eða dugleysis þeirra sem störfuðu að því. Á síðustu dögum gluggans reyndu þeir að fá nokkra framherja til liðsins og er það óheppilegt að það hafi ekki tekist." Henry segir þó að það megi ekki gleyma því að félagið hafi fengið bæði góða leikmenn, sem og unga og efnilega, til liðs við sig í sumar og að það hafi ekki misst neinn af sínum bestu leikmönnum. „Okkar stefna í leikmannamálum í sumar snerist ekki um að skera niður kostnað. Við viljum fá sem allra mest úr þeim fjármunum sem við eyðum til að auka dýpt og gæði í leikmannahópnum. Þannig verður það áfram í framtíðinni." Henry segir mikilvægt að hafa í huga að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni á næstunni innleiða reglur sem takmarka eyðslu knattspyrnufélaga við tekjur þeirra svo félög geti ekki eytt um efni fram. Henry segist mikill stuðningsmaður þess. „Sá peningur sem við öflum eftir því sem við horfum fram á veginn mun gera það að verkum að við höfum betri tök á að kaupa leikmenn í framtíðinni." „Það samræmist ekki okkar metnaði að festa okkur í sessi sem miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni með dýrum skammtímalausnum. Við munum leggja áherslu á að ala upp eigin leikmenn enda hefur mikil orka og fjárfesting farið í þá vinnu." Henry segir að núverandi eigendur séu enn að lagfæra mistök fyrri eiganda en að þeir sjálfir hafi einnig gert mistök á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þeir tóku við. „Við ætlum að vinna og við ætlum að fjárfesta með það fyrir augum að ná árangri. En við ætlum ekki að veðsetja framtíðina okkar með áhættusömum fjárfestingum." Henry leggur áherslu á að það sé ekki takmark þeirra að græða á félaginu. Og hann lýkur bréfinu á því loforði að þeir ætli sér að skila því til stuðningsmanna það sem þeir þrá allra helst.Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
John Henry hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins nú í morgun. Liverpool er í fallsæti eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með eitt stig. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina, 2-0. Enn fremur mistókst Liverpool að kaupa leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans eins og Brendan Rodgers, stjóri liðsins, hafði stefnt að. Það var fyrst og fremst umfjöllunarefni bréfsins sem John Henry ritaði. „Það eru mér, eins og öllum öðrum sem tengjast félaginu, mikil vonbrigði að okkur hafi ekki tekist að bæta við sóknarkraft liðsins í félagaskiptaglugganum í sumar," skrifaði hann. „En það ekki vegna áhuga- eða dugleysis þeirra sem störfuðu að því. Á síðustu dögum gluggans reyndu þeir að fá nokkra framherja til liðsins og er það óheppilegt að það hafi ekki tekist." Henry segir þó að það megi ekki gleyma því að félagið hafi fengið bæði góða leikmenn, sem og unga og efnilega, til liðs við sig í sumar og að það hafi ekki misst neinn af sínum bestu leikmönnum. „Okkar stefna í leikmannamálum í sumar snerist ekki um að skera niður kostnað. Við viljum fá sem allra mest úr þeim fjármunum sem við eyðum til að auka dýpt og gæði í leikmannahópnum. Þannig verður það áfram í framtíðinni." Henry segir mikilvægt að hafa í huga að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni á næstunni innleiða reglur sem takmarka eyðslu knattspyrnufélaga við tekjur þeirra svo félög geti ekki eytt um efni fram. Henry segist mikill stuðningsmaður þess. „Sá peningur sem við öflum eftir því sem við horfum fram á veginn mun gera það að verkum að við höfum betri tök á að kaupa leikmenn í framtíðinni." „Það samræmist ekki okkar metnaði að festa okkur í sessi sem miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni með dýrum skammtímalausnum. Við munum leggja áherslu á að ala upp eigin leikmenn enda hefur mikil orka og fjárfesting farið í þá vinnu." Henry segir að núverandi eigendur séu enn að lagfæra mistök fyrri eiganda en að þeir sjálfir hafi einnig gert mistök á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þeir tóku við. „Við ætlum að vinna og við ætlum að fjárfesta með það fyrir augum að ná árangri. En við ætlum ekki að veðsetja framtíðina okkar með áhættusömum fjárfestingum." Henry leggur áherslu á að það sé ekki takmark þeirra að græða á félaginu. Og hann lýkur bréfinu á því loforði að þeir ætli sér að skila því til stuðningsmanna það sem þeir þrá allra helst.Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira