John Henry: Við vorum ekki að skera niður kostnað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2012 09:30 John Henry ræðir við Ian Rush. Nordic Photos / Getty Images John Henry hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins nú í morgun. Liverpool er í fallsæti eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með eitt stig. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina, 2-0. Enn fremur mistókst Liverpool að kaupa leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans eins og Brendan Rodgers, stjóri liðsins, hafði stefnt að. Það var fyrst og fremst umfjöllunarefni bréfsins sem John Henry ritaði. „Það eru mér, eins og öllum öðrum sem tengjast félaginu, mikil vonbrigði að okkur hafi ekki tekist að bæta við sóknarkraft liðsins í félagaskiptaglugganum í sumar," skrifaði hann. „En það ekki vegna áhuga- eða dugleysis þeirra sem störfuðu að því. Á síðustu dögum gluggans reyndu þeir að fá nokkra framherja til liðsins og er það óheppilegt að það hafi ekki tekist." Henry segir þó að það megi ekki gleyma því að félagið hafi fengið bæði góða leikmenn, sem og unga og efnilega, til liðs við sig í sumar og að það hafi ekki misst neinn af sínum bestu leikmönnum. „Okkar stefna í leikmannamálum í sumar snerist ekki um að skera niður kostnað. Við viljum fá sem allra mest úr þeim fjármunum sem við eyðum til að auka dýpt og gæði í leikmannahópnum. Þannig verður það áfram í framtíðinni." Henry segir mikilvægt að hafa í huga að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni á næstunni innleiða reglur sem takmarka eyðslu knattspyrnufélaga við tekjur þeirra svo félög geti ekki eytt um efni fram. Henry segist mikill stuðningsmaður þess. „Sá peningur sem við öflum eftir því sem við horfum fram á veginn mun gera það að verkum að við höfum betri tök á að kaupa leikmenn í framtíðinni." „Það samræmist ekki okkar metnaði að festa okkur í sessi sem miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni með dýrum skammtímalausnum. Við munum leggja áherslu á að ala upp eigin leikmenn enda hefur mikil orka og fjárfesting farið í þá vinnu." Henry segir að núverandi eigendur séu enn að lagfæra mistök fyrri eiganda en að þeir sjálfir hafi einnig gert mistök á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þeir tóku við. „Við ætlum að vinna og við ætlum að fjárfesta með það fyrir augum að ná árangri. En við ætlum ekki að veðsetja framtíðina okkar með áhættusömum fjárfestingum." Henry leggur áherslu á að það sé ekki takmark þeirra að græða á félaginu. Og hann lýkur bréfinu á því loforði að þeir ætli sér að skila því til stuðningsmanna það sem þeir þrá allra helst.Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
John Henry hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins nú í morgun. Liverpool er í fallsæti eftir fyrstu þrjár umferðir tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með eitt stig. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina, 2-0. Enn fremur mistókst Liverpool að kaupa leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans eins og Brendan Rodgers, stjóri liðsins, hafði stefnt að. Það var fyrst og fremst umfjöllunarefni bréfsins sem John Henry ritaði. „Það eru mér, eins og öllum öðrum sem tengjast félaginu, mikil vonbrigði að okkur hafi ekki tekist að bæta við sóknarkraft liðsins í félagaskiptaglugganum í sumar," skrifaði hann. „En það ekki vegna áhuga- eða dugleysis þeirra sem störfuðu að því. Á síðustu dögum gluggans reyndu þeir að fá nokkra framherja til liðsins og er það óheppilegt að það hafi ekki tekist." Henry segir þó að það megi ekki gleyma því að félagið hafi fengið bæði góða leikmenn, sem og unga og efnilega, til liðs við sig í sumar og að það hafi ekki misst neinn af sínum bestu leikmönnum. „Okkar stefna í leikmannamálum í sumar snerist ekki um að skera niður kostnað. Við viljum fá sem allra mest úr þeim fjármunum sem við eyðum til að auka dýpt og gæði í leikmannahópnum. Þannig verður það áfram í framtíðinni." Henry segir mikilvægt að hafa í huga að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni á næstunni innleiða reglur sem takmarka eyðslu knattspyrnufélaga við tekjur þeirra svo félög geti ekki eytt um efni fram. Henry segist mikill stuðningsmaður þess. „Sá peningur sem við öflum eftir því sem við horfum fram á veginn mun gera það að verkum að við höfum betri tök á að kaupa leikmenn í framtíðinni." „Það samræmist ekki okkar metnaði að festa okkur í sessi sem miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni með dýrum skammtímalausnum. Við munum leggja áherslu á að ala upp eigin leikmenn enda hefur mikil orka og fjárfesting farið í þá vinnu." Henry segir að núverandi eigendur séu enn að lagfæra mistök fyrri eiganda en að þeir sjálfir hafi einnig gert mistök á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þeir tóku við. „Við ætlum að vinna og við ætlum að fjárfesta með það fyrir augum að ná árangri. En við ætlum ekki að veðsetja framtíðina okkar með áhættusömum fjárfestingum." Henry leggur áherslu á að það sé ekki takmark þeirra að græða á félaginu. Og hann lýkur bréfinu á því loforði að þeir ætli sér að skila því til stuðningsmanna það sem þeir þrá allra helst.Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira